Sæl kæru hugarar.

Ég var ekki alveg viss um hvert ég ætti að hafa sett þennan þráð en ég ákvað að prófa hérna.

Þannig er mál með vexti að sonur minn á 15. ári er kominn með mjög mikla bauga eða poka undir augun, og er ég farinn að hafa dálitlar áhyggjur af þessu. Hann var alltaf með einhverja smá poka en núna eru þeir orðnir miklir.
Hann spilar mikla tölvuleiki og hangir mikið í tölvunni á daginn og sefur sirka 7 tíma á dag.

Ég las mér eitthvað um þetta á vísindavefnum en fann ekkert sem gat hjálpað honum að losa sig við bauganna.

Vitið þið eitthvað hvað ég get gert til að hjálpa syni mínum við að losna við bauganna?

Takk fyrir.
Jonasgeir70

Bætt við 11. desember 2007 - 21:22
Ég sé hér að ég hafi skrifað að hann væri 15, en hann er á 13. ári.