Í fyrsta lagi þá ,,drepst jörðin“ ekkert. Þetta er grafalvarlegt mál og getur haft áhrif á okkur öll.
Gróðurhúsaáhrifin leiða til hlýnun jarðar, hlýnun jarðar leiða til þess að mannfólkið mun steikjast úr hita á mörgum stöðum. Viljum við það?
Reyndar mun það ekki gerast allstaðar. Ef að gróðurhúsaáhrifin halda áfram í þessum mæli mun golfstraumurinn ,,hverfa”. Og þá mun þar af leiðandi ekki vera líft á Íslandi.
Hlýnun jarðar leiðir einnig til þess að jöklar eru að bráðna. Það þýðir að sjáfarborð jarðar er alltaf að hækka. Ef að allir jöklar munu bráðna (og það er að gerast ef ekkert verður að gert) munu stórborgir eins og London fara í kaf. Einnig mun verðurfar verða ýktara, meðan fólk er sumsstaðar að skrælna upp er annað fólk að deyja í flóðum.
Er þér virkilega allveg sama að börn barna þinna og jafnvel þín börn lenda í þessu?
Ég hefði getað skrifað mikið meira um þetta. Skrifaði reyndar margra blaðsíðna ritgerð um gróðurhúsaáhrif og loftlagsbreytingar. En ég ætla ekki að eyða tíma í að skrifa heilan helling þar sem þér er víst allveg sama. Sama um heiminn, fjölskyldu þína og sjálfan þig. Sama um allt og alla.
Bætt við 8. desember 2007 - 00:47 annars bara svona taka það fram leiðist mér hrillilega og er í rauninni að tala um einhvað sem mér er skítsama um og hef enga skoðun á -_-
Ah, víst þú hefur enga skoðun á þessu vona ég að þú komist á mína skoðun :D Að gróðurhúsaáhrif og loftlasbreytingar eru grafalvarlegur hlutur.