Þar sem margir (allir?) virðast ekki fatta hvað ég var að segja í seinasta korki neyddist ég til að gera annan.
Það sem þið hélduð að ég væri að segja:
1) Hann er saklaus! Hann hefur ekkert slæmt gert.
2) Ef hann er Pólverji er hann eins saklaus og hægt er.
Það sem ég sagði:
1) Þið vitið ekki aðstæðurnar. Bíðið með það að dæma hann þangað til að þið vitið smáatriðin.
2) Að vera aumingi er ekki það sama og að vera “sálarlaust skrímsli sem þarf að drepa á kvalarfullann máta.”
3) Ef hann er Pólverji þekkir hann kannski ekki annað en samfélag þar sem drykkja og akstur fer saman, kann ekki íslensku né 112 og hefur væntanlega ekki fengið neina fræðslu um hvernig skal hlúa að slösuðum manneskjum.
Svo vil ég benda á: Þegar ég sagði að hann væri ekki endilega glæpamaður meinti ég morðingi. Fattaði að ég hafði gert villu þegar ég var búinn að senda þetta inn.
Lesið þetta tíu sinnum:
Hann er mjög líklega sekur og sakhæfur!!!
En við vitum ekkert um þetta.
Bíðið með nornaveiðarnar. Það er allt sem ég er að segja.
Ég verð að segja að ég skil ekki hvernig ég er föðurlandshatari, geðsjúklingur og “virkilega heimskur” fyrir að vilja bíða með að dæma… en hey, ég er þá væntanlega bara þroskaheftur, ekki satt?
—
Ég hef ekki hugsað mér þetta sem umræðusvæði. Svo stjórnendur, þegar þið lesið þetta vil ég að þessum korki verði læst.