Besta ráðið mitt til að sofna er að gera svona slökun sjálfur. Ég var í jógatímum í tíunda bekk og gerðum alltaf slökun í enda tímans, það var ææððði. Þú semsagt slakar á einum líkamsparti í einu, byrjar oftast á fótunum, finnur hvernig það slaknar á vöðvunum og hann verður þungur á rúminu(best að liggja beinn á bakinu við þetta).
Ég geri það alltaf þannig að ég anda hægt og í hvert skipti sem ég anda út er ég að “anda út spennunni í vöðvanum”, eða þannig. Virkar mjög vel:)Fyrst fætur, svo kálfar, læri þar á eftir, magi, lófi, handleggir, brjóst, kjálki. Hægt að gera þetta í hvaða röð sem er samt.