Það er stuð þegar maður fattar að maður er bara sofandi og ímyndar sér þá bara eittvað og það birtist. Mjög sjaldgæft þó, eða þá að maður man mjög sjaldan eftir því. Maður man mjög sjaldan hvað mann dreymir :|
neh, yfirleitt bara þegar einhvað slæmt er að gerast, eða einhvað sem að ég vil bara als ekki að gerist, og allt er svo raunverulegt og maður fattar ekki að þetta er draumu fyrr en nokkrum sekundum eftir að maður vakna
Um daginn dreymdi mig að ég fór á svona tertuhlaðborð með fullt af yndislegum tertum. Svo hringdi vinur minn og vakti mig áður en ég náði að borða terturnar :(
Ég á enga góða drauma. Þeir eru annað hvort voðalega hversdaglegir (fjalla þá t.d. um mig að opna skáp) eða slæmir. T.d. þegar ég er að hrópa á hjálp og ekkert hljóð heyrist. Eða bara þegar ég er að tala og enginn heyrir í mér.. Nei. Það var ekki draumur.
Haha draumarnir mínir eru svo mikil sýra. Ég hef oft vaknað eftir eh ógeðslega fáránlegan draum og farið í hláturskast. Annars á ég mér engan uppáhalds..
Ég á engan sérstakan uppáhalds draum en það gerist öðru hvoru að ég átta mig á að mig er að dreyma og get gert það sem ég vil. Þá hef ég t.d. stokkið af kletti og flogið eitthvert.
Svo á ég helling af ógeðslegum draumum sem eru alls ekki í uppáhaldi. Annars man ég yfirleitt ekki eftir draumunum mínum nema í fyrstu tíu sekúndurnar eftir að ég vakna og svo *smell* eru þeir horfnir úr huganum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..