Nei, djók.

Mér er viðurstyggilega óglatt og með beinverki, sem ég held að bendi til þess að ég sé að verða veik, og ég mááá ekki vera veik, því ég er einu píkuhári frá því að falla á mætingu í tveimur áföngum… dæmigert, einmitt þegar síðasta vika skólans er. -_-

Einning pirrar það mig að ‘týna’ (þeir eru einhversstaðar hérna inni, en ég nenni ekki að leita betur að þeim í bili) hlutum sem mig vantar akkurat núna, t.d bók sem mig langar að lesa, miða með símanúmeri, plokkara og svo fram vegis…

Jólavinnuplanið í vinnunni var að koma í vikunni og ég er ekki satt við það. Ég fæ alltof litla vinnu (samt bað ég um að fá eins mikið og mögulegt væri), því yfirmaðurinn segist vilja ‘skipta vinnunni niður jafnt á milli allra’ samt veit ég for fact að tvær þarna vilja ekki vinna einhverja ákveðnma daga (þar sem þær báðu mig að vinna fyrir sig) en samt er yfirmaðurinn með eitthva ‘Mjeee… skoðum þetta bara þegar nær dregur’ sem pirrar mig því að:

a) Sé ekki hvaða andskotans máli það skiptir hvort ég sé að vinna eða þær
b) Það er betra fyrir mig og þær (og okkar ráðstafanir) að vita núna hvort hann sé til í að breyta vöktunum
c) Ein þeirra var að vinna á þessum dögum í fyrra (aðfangadagur of gamlársdagur) og því er ekki aaalveg sanngjarnt að hún sé látin vera á þeim aftur, þar sem hún vinnur þarna full-time


-_-