Ég er að reyna að skrifa myndir á disk (data) og byrjaði á að nota nero. Það er bara eins og diskurinn sé tómur svo það er ekki að virka. Það á að vera hægt að opna bara diskinn og draga fæla yfir en þegar ég reyni að opna diskinn er ég spurð hvort ég vil formatta. Á ég að gera það? Þetta er síðasti diskurinn minn svo ég vil ekki vera að prófa mig áfram og skemma hann líka (er búin að eyða 2 dvd-diskum í þetta vesen)
Bætt við 23. nóvember 2007 - 09:19
Ég prófaði að formatta (minni disk) og náði að opna diskinn (eins og möppu). Svo dró ég einhverjar möppur yfir á hann og þá kom upp að það væri error:
“DLA has encountered a serious error while writing to your disc. The most recent data written to the disc will be lost. You should be able to recover older files by reinserting the disc into your drive and letting DLA attempt to recover. ”
Ég prófaði að formatta aftur og þá kom þetta aftur.