Til dæmis eitt, hverjir vinna hjá Smáís?
Svo virðist sem þetta sé eins manns framtak og er ég þá að tala um Snæbjörn.
Ef maður skoðar pistla á Smáís síðunni (www.smais.is) þá sér maður hvernig allir pistlarnir eru merktir honum.
Mig grunar að þetta sé bara þessi eini maður sem fær dúlegan pening frá plötufyrirtækjunum og svoleiðis og leggur alveg svaka vinnu í þetta.
Svo er annað mál, hvernig geta þeir verið að tapa svona þvílíkum gróða á því að íslenskum þáttum eins og t.d. Næturvaktinni sé deilt milli manna á netinu. Ekki sé ég þættina selda neinstaðar og ég er nokkuð viss um að ef/þegar Næturvaktin kemur á DVD eða sambærilegt hágæðaform þá muni hún seljast vel því fólk vill oft á tíðum horfa á hluti í góðum gæðum.
Svo er enn eitt sem mér þótti fyndið en það er röksemdarvilla á vefsíðu Smáís en þar birtu þeir umdeilda grein sem bar heitið ,,Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur?"(1). Ekki löngu seinna birtist ný grein sem bar heitið ,,Tengjast höfundaréttabrot skipulögðum glæpahringjum."
Í fyrri greininni stendur orðrétt ,,Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum.“ en í seinni stendur ,,Og ennþá ríkir það viðhorf hér á landi og víðar að staðan sé þannig að eingöngu sé um unglinga og áhugamenn um tölvur að ræða sem tengist ekkert glæpahringjum.”
Jæja hvort er það þá ungir menn sem eru bólugrafnir og með bremsuför í nærbuxunum eða bara grjótharðir óforskammaðir glæpamenn (án greftrarbólna og bremsufara) sem niðurhlaða efni Snæbjörn minn?
Annars virðast þeir hjá Smáís fattað það að upprunalega greinin var heldur gróf en þar stóð fyrrnefnd tilvitnun en núna hefur verið tekið út bremsufars og greftrarbólu tengsl. Hérna er endurbætta greinin.
(1)Ef linkur virkar ekki farið þá á Google og leitið að “Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur? bólugrafnir” og ýtið á Afrit og þar sjáið þið upprunalegu greinina.
Hérna kemur svo emailið mitt til Smáís í heild sinni svo þið getið kannski notað eitthvað af því ef þið viljið.
Miður góðan daginn.
Ég ætlaði bara að láta ykkur vita að ég ætla að halda viðtekinni venju minni að kaupa ekki tónlistarplötur frá þeim fyrirtækjum sem tengjast Smáís beinum böndum.
Þið hafið nógu lengi unnið hart að því að drepa niður sjálfstæða tónlistarsköpun og þetta er að mínu mati bara enn einn vinkill á ófærni ykkar til að taka á þeirri þróun að tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn ná sífellt auðveldara að tengjast án þess að þurfa að fara í gegnum stórfyrirtæki.
Áður en þið kvartið yfir að ég sé að stela tónlist frá íslenskum listamönnum þá vill ég láta ykkur vita að ég niðurhleð aldrei íslensku efni sama hvort það heitir kvikmyndir, tónlist eða bækur því ég vill styðja við listamennina sem standa að þessu.
Varðandi kvikmyndirnar þá finnst mér persónulega alveg rökrétt að kaupa efni því að fyrirtæki eins og Sagafilm er ekki bara lítill hópur af einstaklingum sem taka sig saman heldur er það stórt verk að gera vandaða og góða mynd eða þætti. Helst vill ég þó kaupa efnið beint frá þessum fyrirtækjum til að losna við millimanninn líkt og ég geri með tónlist.
Ég hef líka velt fyrir mér einu öðru í þessu máli en það er þið svokallaða gróðatap framleiðslufyrirtækisins sem framleiðir Næturvaktina.
Hvernig geta þeir verið að tapa svona svakalegum fjárhæðum ef maður getur hvergi keypt þessa þætti heldur er eina leiðin til að fá þessa þætti með því að niðurhala þeim ólöglega.
Afhverju var ekki unnið að því að útvega þetta efni í útgáfu sem fyrst svo fólk gæti keypt þetta í góðum gæðum og horft á.
Ég efa það stórlega að meirihluti þeirra sem náðu í Næturvaktina ólöglega hafi gert það því þeir hafi ekki átt pening til að kaupa þessa þætti.
Það einfaldlega er ekki neinn staður til að fá þessa þætti. Ef þeir hefðu verið strax tilbúnir í góðum gæðum á netinu eða úti í búð þá hefði fólk líklega keypt þættina í miklu magni. Ég held þó að fólk eigi eftir að gera það þegar/ef þið gefið út í DVD eða á netinu í góðum gæðum.
Ég hef þó engar nákvæmar heimildir um þessar staðhæfingar mínar síðustu um að mikið af fólki hafi/muni kaupa næturvaktina en mig grunar það bara vegna þess einfaldlega að þessir þættir eru mjög vinsælir (og góðir að mínu mati).
Þið þarf samt greinilega að læra aðeins um markað og eftirspurn og mæli ég með því að eitthverja vinnu sé lagða í að skoða það aðeins.
En nóg um það núna ætla ég að tala um rökvilluna á síðunni ykkar.
Þar birtist grein fyrir ekki löngu síðan sem hét ,,Eru Aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur?“ en þar skrifuðuð þið ,,Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum.” Stuttu seinna birtist ný grein sem bar heitið ,,Tengjast Höfundaréttabrot skipulögðum glæpahringjum..“ og þar stendur ,,Og ennþá ríkir það viðhorf hér á landi og víðar að staðan sé þannig að eingöngu sé um unglinga og áhugamenn um tölvur að ræða sem tengist ekkert glæpahringjum.”
Mig langar bara að vita hvort er rétt, eru þeir sem niðurhlaða efni ólöglega á netinu ungir bólugrafnir menn (en ekki konur) með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrunum sínum eða forhertir glæpamenn sem eru væntanlega ekki ungir menn með bremsuför og eru grafnir með bólum.
Annars veit ég vel að þið eruð búin að breyta pistlinum til og laga hann en það breytir því ekki sem þið skrifuðuð fyrst og þið löguðuð svo þegar þið sáuð að fólk tók ekki vel í þetta.
Annars ætla ég að enda þennan póst á því að láta ykkur vita að ég vona innilega að íslensk plötufyrirtæki sjái að sér varðandi miðlun á tónlist og réttum tónlistarmanna og að fyrirtækin sem búa til myndefni nái að miðla efni til neytenda á skilvirkan þátt svo fyrirtæki eins og þitt þurfi ekki að vera til og fara í taugarnar á mér með ýmsum leiðum eins og til dæmis ólöglegri gjaldtöku á skrifanlegu efni og tækjum til að skrifa á.
Þið eða STEF leggið skatt á allan slíkan búnað því þið gerið ráð fyrir að fólk noti það til að brjóta á höfundarrétt tónlistarmanna. (ég nota t.d. skrifanlega diska til ýmissa hluta eins og til dæmis skólaverkefni og þegar ég bý til diska með minni eigin tónlistarsköpun (því ég er listamaður) en ekki fæ ég neina endurgreiðslu eða borgun frá SMÁÍS/STEF þrátt fyrir að ég nota diskana til þess að dreifa hlutum sem ég hef höfundarrétt á)
Með ekki svo góðri kveðju
****** **********
**********@gmail.com