Er það ekki aukaatriði hvenær það átti að opna þessa síðu, það er búið að opna hana núna :-)
Þessir bölv… vitleys…. hjá Smáís sem náðu að loka fyrir 26000 notendum Istorrent eru á villigötum þegar þeir byrja að tala um hundruði miljóna sem þeir tapi á þessum torrent síðum.
Margar af þeim myndum sem voru t.d. á Istorrent voru svo lélegar að þær komust ekki í bíó, leigðust illa í vídeóleigunum og voru jafnvel ekki gefnar út á sölu disk vegna þess að enginn heilvita maður hefði keypt þær.
Svo niðurhala 100 þessu af forvitni og til að sjá hversu léleg myndin í raun er og þeir hjá Smáís taka upp reiknivélina og segja að þessir hundrað hefðu farið á myndina í bíó, svo leigt hana nokkrum mánuðum seinna og síðast og ekki síðst þá hefðu þeir allir verið góðir M12 áskrifendur næstu 2 - 3 árin til að missa ekki af því þegar stöð2 og stöð2 bíó sýndu draslið svona ca. 6 sinnum :(.
Og hvað fá þeir svo út úr þessu, jú þeir töpuðu ca. 18.000.000.- á mynd sem var svo léleg að enginn vildi borga fyrir að fá að sjá hana.
Sem notandi á Istorrent þá var hægt að ná í myndir og þætti sem allir áskrifendur hjá 365 (sem eru annsi margir)höfðu þó aðgang að en vildu bara fá að horfa á þetta efni þegar þeim hentaði ekki þegar einhverjum þóknaðist að setja þá inn í dagskrá stöðvar tvö. Mikið af þessu efni má líka sjá í gegnum gervihnatta móttöku sem margir hafa þannig að tap útreikningar Smáís standast ekki.
Þó að það sé ekki hægt annað en vona að Istorrent vakni upp aftur og þá kannski á erlendum server eins og P-bay þá verða fyrrum Istorrent notendur að leita annað en þetta fja… boðslykla kerfi stoppar allt og til hvers?????
Það var greinilegt að Smáís fólk hafði aðgang að Istorrent þannig að ekki er þetta lyklakerfi til að svoleiðis hyski komist ekki á síðurnar ????
PS. Er einhver sem vill bjóða mér á dci.is HE HE HE, sendu mér PM ef svo er :)