Nei það er undir ríkistjórnunum yfir höfuð komið. Þess vegna hafa ríkistjórnir eins og meðal annars í Kanada skipað út margra milljóna dollara rannsóknir í að komast að þessu, hvort að ásakanir samtaka RIAA og félaga standast og hvernig þeir reikna út þessar nær-óendalegu milljarða tap. Nú fyrir stuttu eins og ég sagði, var þessi rannsókn af Canada Industry að koma út og er hún öfugt við allar hinar fjölmörgu rannsókna sem gerðar eru af RIAA sem benda til þess að download skaði tónlistar markaðinn, þá er hún að fá út öfuga niðurstöðu.
Ef horft er á málið frá öllum sjónarhornum sér maður ýmsa hluti. Það er augljós mál að ef það sem að fólk vill meina, að það sé betra að færa þetta yfir á internetið etc, að leyfa “ólöglega niðurhali” að umgangast svo að þekktari tónlist fái eitthvað af kökunni og í rauninni skera þriðja aðilann út, þá eru öll þessi samtök eins og smáís, stef etc að tapa því það er það sem þessi samtök ganga útá, að græða á því að vera milliliðurinn, sem verður óþarfi ef netið er til staðar. það er því að sjálfsögðu ekkert annað en skiljanlegt að þeir vilja gera allt sem þeir geta til þess að halda þessu eins og það er, snúa þróuninni við. Þetta “ólöglega niðurhal” kemur líka mun meiri samkeppni í gang. Fleiri myndir rísa upp á sjónarsviðið, þættirnir ég tala nú ekki um alla tónlistina. Þá tapa stóru fyrirtækin eins og Hollywood sem græðir á takmörkuðu kvikmyndaúrvali eða MTV sem væri í rauninni eina uppspretta af “nýrri” tónlist ef fólk væri ekki að niðurhala af netinu. Svo vissulega skal ég viðurkenna það fúslega að það eru margir sem tapa á þessu: þeir sem gera lélegt efni. Því þessi “gróði” snýst um auglýsingar, snýst um að fólk segi vinum og vandamönnum og öðrum í kringum sig frá góða efninu, á meðan það léleg þá kemst ekki upp á yfirborðið. Ímyndaðu þér ef allar þessar hálf-lélegu hollywood myndir sem engin skilur af hverju er að meika það svona mikið væru aðeins á netinu, ég vil vera viss um að þær myndu ekki gera sig í harða heim neytandans á netinu miðað við allt hitt yndislega sem hægt er að finna þar.
Fyrir mér er þetta hin fullkomni frjálsi markaður. Allir fá jafn mikinn séns; það er lítið sé ómögulegt að kaupa sér notendur og frægð á netinu þar sem allt er stjórnað af notendunum sjálfum. Fólkið eltir fólkið, ekki fyrirtækin eins og oft virðist svo vera. Horfum bara á BT sem dæmi, þeir selja flest alla sína hluti á lang, lang yfir verði sem önnur smærri fyrirtæki hafa. Sérstaklega tölvuíhluti og tölvur yfir höfuð, samt sem áður kaupa ofsalega margir hlutina sína í bt; Flakkara, tölvur, skjái og svo framvegis. Alveg ótrúlegt finnst manni þegar maður þekkir verðin hjá tölvulistanum, kísildal, max etc. Þetta er aðeins vegna fráfræði, sama er með tónlist.
Ég gæti haldið áfram en ég einfaldlega held og vona að þú sért að ná punktinum mínum.
Ashy…