Eru þið sátt ?
Viljið þið ekki þakka smáís fyrir?
að lokum á einhver boðslykil á dci (kaldhæðni)
Þei þú litla barn!
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að starfsmenn SMÁÍS eru bara að vinna vinnuna sína… ?Þú vonandi gerir þér grein fyrir að þeir voru aldrei neyddir til þess að starfa hjá fávitastofnun.
Ég er sjálfur ekki torrent notandi og hef aldrei verið það en mér finnst þetta fáranlegt.
Það eina sem ykkur tókst að framkvæma með þessu var að pirra þúsundir Íslendinga og fá þá til að fara á aðrar síður og nota önnu forrit.
Á torrent var hægt að hafa stjórn á hverju var sett inn og þannig en núna fara allir torrent notendur á aðrar síður þar sem er ekki hafið hemil á þessu.
Eruð þið með einhver rök á móti því eða? Svo að setja það á vefsíðu sína að þeir sem downloada “ólöglega” af netinu eru “bólugrafnir tölvundördar með bremsuför í buxunum”? Hvað í andskotanum er að ykkur?! Þið eruð að pirra íslendinga með þessu og svo komið þið með móðganir? Seinast þegar ég vissi var hægt að kæra fyrir að koma með meiðyrði á vefsíðum. Gæti líka verið rangt hjá mér.
En hvað áttuð þið von á þegar þið lokuðu torrent, að allir myndu bara hætta að downloada og hugsa sér “æi torrent er lokað núna get ég ekki lengur downloadað” það er ekki að fara að gerast!
Ég ætla aldrei aftur að kaupa neitt frá ykkur og hvet alla mína vini og ætingja til að gera hið sama.
Ef ég ætla mér að kaupa íslenskar myndir og diska eins og ég er vanur að gera ætla ég að kaupa það beint frá höfundi.
Það á líklegast ekki eftir að breyta neinu fyrir ykkur en fleirri eiga eftir að gera það sama og þá skiptir það einhverju máli.
En þar sem að ég er “bólugrafin tölvunördi með bresmufar í brækunum” er ég aftur farinn að stunda mínar “ólöglega athafnir”.
Kær kveðja Gerald Häsler, bólugrafinn unglingur