Ég er kristinn og hlusta mestmegnis á þungarokk. Ef þetta er ekki einhverskonar grín (sem ég er nokkuð viss um), þá finnst mér lélegt að þú skulir vera það óöruggur í trú þinni að þú getir ekki “exposaður” (afsaka lélega íslensku) fyrir sjónarhóli annara og notið þess sem þeir þau hafa upp á að bjóða.
Ef það er útfrá félagslegum ástæðum sem þú fyrirlýtur þungarokkið, þá kemur mér það spánskt fyrir sjónir að þú upplistar Danstónlist sem áhugamál hjá þér, þar sem hún hefur einnig stóran böggul af félagslegum vandamálum í eftirdragi, eins og mikla eiturlyfjasenu.
Annars skal ég þó gefa þér það, að mér finnst að þú getir haft þennan málstað þinn í friði. Þú villt þó kannski tóna hann aðeins niður, ef þú villt að fólk eigi að taka þig alvarlega.
En þar sem ég er enn frekar viss um að þetta sé einhverskonar spaugsemi, þá er það væntanlega ekki tilgangur þinn að verða tekin alvarlega. Ef svo er, hunsaðu fyrr gefin ráð og haltu ótrauður áfram.