Þú getur örugglega fundið sérhæfð forrit til þess.
En fyrir þá sem nenna ekki að leita þá byrjarðu að eyða því út (hreinsa út recycle bin eða nota shift delete þegar þú eyðir því).
Svo defragmentarðu tölvuna þína (endurraðar mestu á harðadisknum).
Auk þess hverfur það smám saman af harðadisknum eftir því sem þú heldur áfram að nota hann (skrifa á hann, ekki bara lesa).
Skrár á harðadisknum eru geymdar sem bitarunur (1,0,1 semsagt hleðsla eða ekki hleðsla), þegar þú eyðir hlutum úr tölvunni ertu ekki að eyða þeim heldur merkir tölvan við að plássið sem að skráin var á sé laust, þ.e. skráin er enn til staðar.
Ef þú heldur áfram að nota diskinn þá á endanum á hann eftir að skrifa yfir skrána og er þá ómögulegt að ná í hana alla (kannski hluta af henni sem eru enn ekki yfirskrifaðir).
Þegar þú eyðir hlutunum þá merkir tölvan við að plássið sé laust og skrifar þá aftur inn seinna, þegar þú ætlar svo kannski að skrifa stærri skrá og plássið er ekki nóg heldur hún áfram að skrifa seinna og myndast þá holur og illa nýttur diskur (hann er sífellt að fara þvers og kruss yfir diskinn til að lesa sömu skrána)
Þannig þegar þú defragmentar þá endurraðar tölvan disknum svo að skrárnar séu á sínum stað og ekki útum allt, og við það yfirskrifast gamla skráin.
Ég var bara að fatta núna hversu langt þetta er :/