Eftir að ég las greinina hérna fyrir neðan um pólverjana bara varð ég að skrifa þetta.
Upp á síðkastið finnst mér það eina sem ég heyri vera nöldur yfir því hve margir útlendingar séu komnir til landsins, hve hræðilegt það sé ekki og hve ömurlegir þeir séu bara upp til hópa.
Þeir kunna ekki íslensku, vilja ekki kynnast land og þjóð, aðlagast ekkert og einangrast, eru latir og ókureysir, ofbeldishneigðir, lygnir, dónalegir, kunna ekki að keyra, lemja saklausa íslendinga í klessu fyrir ekki neitt o.s.fr.
Mér finnst þetta einfaldlega svo fáránlegt að ég veit varla hvað ég á að segja. það er eins og enginn geri sér grein fyrir því að þetta sé bara fólk, alveg eins og við, og að í öllum hópum fólks, sama hvort að það séu innflytjendur, íslendingar, stjórnmálamenn, hórur eða hvaða hópur sem er, er gott fólk og vont fólk.
Já, einhverjir af þessum pólverjum eru örugglega leiðinlegir en ég efast um að það sé eitthvað hærra hlutfall en hjá okkur íslendingum. Allir þeir sem ég hef hitt hingað til (og þeir eru nú ekkert rosalega margir, þó að það eigi að vera allt krökt af þeim) hafa verið rosalega vingjarnlegir og almennilegir.
Ég vinn í búð og ég og þær sem eru að vinna með mér eru sammála um að vingjarnlegustu og skemmtilegustu viðskiptavinirnir, þeir sem brosa og kannski spjalla aðeins við okkur, það eru einmitt útlendingarnir og sérstaklega þeir sem eru greinilega ekki bara ferðamenn heldur þeir sem búa hérna og eru að reyna að læra íslensku.
Ég held einfaldlega að öll þessi rosalegu viðbrögð séu vegna þess að Ísland er og hefur allt verið svo rosalega einangrað. Það hafa engir útlendingar verið hérna áður og eru varla neinir núna, allavega ekki ef við miðum okkur við norðurlöndin eða næstum hvaða annað land í heiminum. Þetta eru einmitt nákvæmlega sömu viðbrögð og Evrópa sýndi í iðnbylltingunni, fordómar gegn fólki sem íbúar landssins þekktu alls ekki, ástæðulaus ótti um að ástandið myndi versna.
Einhverjum finnst þetta kannski frekar langsótt en á vissan hátt minnir þetta mig á fordómana sem voru í Bandaríkjunum gegn svörtum og í Evrópu gegn gyðingum (og þá er ég að tala um fyrir aðra heimstyrjöld: ég veit að við höfum enga gasklefa) Ég elska Ísland en íslendingar eru samt svo ótrúlega ótrúlega fordómafullir, fastir hérna á þessari eyju og haldandi að hún sé miðpunktur alheimsins.
Og þetta með að þeir vilji ekki læra tungumálið og kunni varla ensku til að tala í staðinn?
Í fyrsta lagi er íslenska ótrúlega erfitt tungumál og alls ekki af sama stofni og pólska (íslenska sem er norðurgermanskt tungumál og pólska sem er slavneskt tungumál eru mjög ólík) og því er það ekkert smá erfitt fyrir þetta fólk að læra málið, hvað þá fullorðna sem eiga venjulega erfiðara að læra ný tungumál en krakkar og unglingar.
Og í sambandi við enskuna, hvað haldiði að þetta fólk hafi lært ensku í mörg ár? Og hvað haldiði að þau hafi þurft að nota hana oft áður, að heyra hana oft áður? Ég veit reyndar ekki hvort þeir döbba myndir þarna úti, en málið er bara að þjóðin er bara alls ekki eins ameríku og evrópuvædd og okkar og því er ekki eins mikil enska í kring um þá.
Og þeir sem vilja ekki læra tungumálið, halda að þeir geti komið sér áfram á enskunni? Þið vitið ekkert um þetta fólk sem þið eruð að blóta úti á götu, kannski var það að koma í gær, kannski er ekki neitt íslenskunámskeið í bænum þeirra (þeir búa jú svo margir í litlum þorpum og ég efast um að það sé möguleiki að fara á íslenskunámskeiði í hverju einasta smápleisi á t.d. austfjörðum.) Ég veit að það hljóta einhverstaðar að vera einhverjir sem nenna einfaldlega ekki að læra málið, en hingað til hef ég ekki rekist á neinn.
Og hvað með það þó að þeir tali bara ensku fyrstu mánuðina sem þeir eru hér? Eru ekki allir íslendingar búnir að ganga í skóla og læra ensku? Geta ekki allir sagt: “I would like to have this bread” og benda á það eða segja “does this bus go to kringlan?” ég meina, ef þið væruð í þeirra sporum, í útlöndum og nýbyrjuð í einhverri vinnu sem þið kynnuð varla, þar sem allt væri á tungumáli sem þið kynnuð varla, myndi ykkur þá ekki finnast sjálfsagt að fólkið í kring um ykkur myndi skipta yfir á ensku til að létta ykkur aðeins lið?
Ég hef allavega búið í útlöndum oftar en einusinni og í byrjuninni þurfti ég að tala ensku en svo náði ég tökum á tungumálinu og þá gekk gat ég talað það. En á meðan ég var að læra varð fólkið að skipta yfir á ensku og ég þakka guði fyrir það að þetta hafi ekki verið á íslandi, að ég hafi aldrei þurft að vera útlendingur á íslandi, því það að þurfa að gera það er eitthvað sem ég held að sé vægast sagt ömurlegt.
Vá, þett varð svolítið langt en égg bara varð að koma þessu frá mér, þið megið koma með skítköst ef þið viljið en geriði það, segið af hverju þið eruð ósammála.