Þegar ég handleggsbraut mig dofnaði handleggurinn ekki neitt. Ég var hálf-máttlaus af sársauka, þó að höfuðhöggið sem ég fékk gæti hafa átt þátt í því.
En þegar ég tognaði á ökla dofnaði sársaukinn fljótlega og ég gat gengið eðlilega. Svo kom sársaukinn aftur og þá gat ég ekki stigið í fótinn.
Ég ætla líka að taka það fram að næstum alltaf þegar ég hef slasað mig hef ég farið að gráta (brotnu tennurnar, viðbeinsbrotið, hálstognunin, gatið á hausinn og handleggsbrotið). Ég táraðist þegar ég tognaði á ökla og þegar ég sleit liðband (ég hefði öskrað og skælt ef ég hefði ekki verið í leikfimi), sem gefur 3 meiðsl þar sem ég hef ekki farið að gráta eða sýnt meiri sársaukaviðbrögð heldur en að segja Á.
Ég held að sársauki venjist.
Slasað fólk vill líka oft halda því fram að það sé allt í lagi með það. Ég hef fjórum sinnum neitað að fara til læknis (að vísu hef ég alltaf farið á endanum, þá tvisvar vegna þess að ég gat ekki staðið í löppina). Ef fólk meiðir sig mikið eða er við það að missa meðvitund leitast það oft við að fá að vera í næði (sem er ekki gott).
Annars þá hef ég mjög gaman (gaman=athyglisvert) að því að heyra um meiðsl fólks. Þá sérstaklega af því að heyra “söguna á bakvið slysið”. Svo ef þið eigið einhverjar, endilega deilið.
Þegar ég var á leikskóla var ég einu sinni að leika mér í snjónum. Það var snjóhrúga sem mér fannst vera eins og hestur en það fannst einum stráknum ekki. Við fórum að rífast og það endaði með því að hann barði þoturassi í puttann á mér. Ég brotnaði og var send til læknis. Læknirinn sagði að það væri allt í fínu lagi og sendi mig heim. Eftir nokkra daga fannst foreldrum mínum frekar grunsamlegt að puttinn hafði tvöfaldast svo ég fór aftur til læknis og í röntgen og þá sást að ég var brotin. Ég var samt ekki sett í gifs eða neitt. Það skemmtilegasta við þetta er að í fyrra, um 14 árum seinna, fann ég þennan strák fyrir tilviljun hérna á huga. Hann talaði við mig útaf öðru og svo komst ég að því hver hann var :) Ísland er lítið :P
Þegar ég var í 4. bekk fór ég í sumarbústað með bekknum mínum. Ég stóð og studdi mig við dyrakarm, ekki þeim megin þar sem hurðahúnninn er heldur hinu megin, og ég var óvart með puttana á milli stafs og hurðar. Svo lokaði vinkona mín hurðinni á puttann. Ég fór aldrei til læknis en ég bólgnaði mjög mikið og giskaði á að ég hafi brákast. Er samt ekki viss. Allavega, núna er þessi putti gallaður og festist alltaf og læknir segir að ég hafi líklega skemmt liðbönd …
Samt er örugglega besta slysasaga sem ég hef heyrt atvik sem kom fyrir vinkonu mína. Hún var lítil stelpa að stríða bróður sínum sem var á hámarki gelgjunnar. Hann varð fúll og skellti hurðinni á hana og puttinn lenti óvart á milli. Hún öskraði auðvitað á hann að opna en hann hélt bara áfram að vera fúll og læsti, fattaði ekkert að hún hefði klemmt sig :D
0