Ég vidli nú bara fá svona álit ykkar á því hvað þið mynduð gera í þessum aðstæum;

Ég er í þessum vinkonuhóp, fjórar vinkonur sem erum alveg bestu vinkonur og þekkjum hvor aðra mjög vel.Svo tek ég eftir því að þær verða neikvæðar í kringum mig, vilja ekki segja mér hluti og alls konar í þá áttina. Þetta er frekar svona leiðinlegt að upplifa þetta, en ég ákvað samt að gera þeim ekki til geðs með því að reyna að vera alltaf með þeim. Byrjaði bara að hanga með öðrum krökkum.
Þegar ég var ekki búin að vera neitt mikið með þeim í svolítinn tíma byrjuðu þær að spurja mig hvort ég væri of svöl fyrir þær eða eitthvað, en svo breyttu þær og sögðu að þær væru of svalar fyrir mig, en það var auðvitað bara svona á léttu nótunum.
En ég er ekkert að hunsa þær eða neitt svoleiðis bara að sýna þeim að ég þarf þær ekkert til að lifa. ÞAð sem pirrar mig hins vegar mest er það hversu mikið mig langar að vera með þeim x)…

Svo finnst mér líka eins og einni vinkonu finnist ég leiðinlegri en einhverri annarri. Vona að þetta sé ekki of ruglandi texti x)

Svo ef að þið væruð í þessari “stöðu” hvað mynduð þið gera?