Þessi account var greinilega búin til í gríni, en mér finnst engu að síður margir hugarar hérna bregðast alltof harkalega við allri umræðu um slagsmál.
Ég tel mig ekki vera neitt alltof sjóaðan í bæjarferðum, eitthvað í kringum 1 1/2 ár síðan ég fór að mæta þangað reglulega, en aldrei nokkurn tíman hef ég lennt í slagsmálum né komist nálægt því.
Margir halda að svona miðbæjarslagir séu algjörlega tilviljunarkennd árás á einhverja miður stóra einstaklinga.
Þetta er bara ekki satt. Flest öll þessara slagsmála hafa aðdraganda að sér. Þegar menn lennda í missætum þá hefur þú næstum alltaf tækifæri til að biðjast afsökunar án þess að líta út fyrir að vera algjör dyramotta, bara vingjarlegt viðmót kemur þér út úr lang flestu.
Ég las einhverja punkta úr einhverri íslenskri rannsókn á ofbeldi í miðbænum (Ekkert bestu heimildir í heimi, ég veit) og þar kom fram að þetta væru hérum bil einungis karlmenn á aldrinum 18-26 ára og gott betur það, oftast sömu einstaklingar aftur og aftur! Menn sem höfðu verið gerendur eina helgina og e.t.v. verið tilkynntir til lögreglu vöru oft fórnarlömb næstu helgi.
Ég sé þetta margoft. Sá þetta sérstaklega vel í sumar þegar það var vel bjart undir morguninn.
Þó heimsótti ég sérstaklega prikið og sólon og fyrir utan þessa staði myndaðist oft mikill mannfjöldi á þessa stóra plássi þar á milli.
Þar sá ég trekk í trekk sömu mennina og fyrri helgar vera að lemja á sömu mönnum og þeir höfðu verið að lemja helgina áður.
Það sem ég vildi meina með þessari munnræpu var að þeir menn sem að kjósa að útkljá hluti svona finnst mér alls ekki að eigi að vera gagnrýndir, svo framarlega sem að þetta séu ekki randome högg hér og þar á algjörlega óundirbúna einstaklinga. Þetta er aðalega á milli einstaklinga sem að kjósa að enda kvöld sín svona, og það er oft ágætis afþreying fyrir okkur passívu. =)
Þó er þetta auðvitað ekki alltaf svona hentugt, og oft eru þetta alveg blásaklausar manneskjur sem að lennda í svona hlutum, ég meira að segja þekki mann sem að ekki fyrir lengra en mánuði síðan var laminn í döðlu niðrí bæ án þess að hafa gert nokkurn skapaðann hlut af sér. Fullorðinn maður á fimmtugsaldri! Það er náttúrulega bara rugl, og ég vona að sýnilegri löggæsla sem að hefur verið tekinn upp, þar á meðal á þessu svæði sem ég nefndi áðan, muni geta stöðvað þetta.
Einnig þætti mér ágætt ef að það gæti skapast einhver almennileg umræða um þetta hérna á huga. Það er einsog að í hvert skipti sem einhver minnist á þessa taboo hluti, svosem tóbaks- og áfengisneyslu eða eitthvað í þeim dúr að þá séu menn rakkaðir niður á svipstundu