Já ég virðist lenda í endalausu veseni hjá Glitni.
Sótti þrisvar um síhringikort án þess að fá rétt kort (komst alltaf að því þegar það fór á fittið), þurfti þrisvar að sækja um kretidkort áður en ég fékk það - og þurfti að bíða vel eftir því, ákvað að sækja um það nokkrum mánuðum áður en ég færi út, svo ég væri pottþétt með kreditkort úti, og það rétt náðist eftir endalausar hringingar og kvartanir - en ekki fyrr en sama dag og ég fór út! svo ég kom við í bankanum á leiðinni uppá flugvöll - og þá voru 2 kort komin, en annað var klippt en samt skráð á mig þangað til ég var búin að hringja fleiri símtöl.
Svo hefur verið vesen með heimild, það hefur tvisvar bara allt í einu dottið út heimild (yfirdráttur á debitkorti) svo að allar færslur sem voru gerðar eftir að ég byrjaði að nota heimildina fóru á fittið (og það voru oft færslur yfir marga daga, og 750kr fyrir hverja færslu). EN það var sem betur fer lagað (bara vandræðaleg þessi skipti sem ég treysti á kortið en það var ekki heimilað - það er eitthvað svo ótrúlega skömmustulegt við að kortinu manns sé hafnað).
Fyrir utan allt þetta er fullt af smámálum sem hafa pirrað mann rosalega - millifærslur sem ekki hafa komið inn, vesen með netbankann, dónalegt starfsfólk osfrv.osfrv.
Svo núna er ég að leita mér að öðrum banka - og kannski spyr ykkur - hver er besti bankinn fyrir námsmenn?