jebb… það er staðfest samkvæmt Myndir mánaðarins :D

Fóstbræður

Hér eru einhverjir vinsælustu íslensku sjónvarpsþættir allra tíma loks komnir út á dvd diskum. Þættirnir hófu göngu sína árið 1997 og nutu strax mikillar hylli áhorfenda og þá sér í lagi á meðal yngri kynslóðarinnar.
Upphaflegir leikarar voru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. Seinna bættust þó fleiri í hópinn og meðal annarra leikara sem má sjá bregða fyrir má nefna Þorstein Guðmundsson og Gunnar Jónsson. Þættirnir eru aðallega byggðir á stuttumm grínatriðum þó einstök dæmi séu til um heilstæða þætti. Nú er hægt að rifja upp klassíska karaktera eins og
leigubílstjóra dauðans Filippus Braga Brovhny og bíógaurinn. Eftirminnileg atriði eins og Hvað á að gera við afa?, Feimna parið, Eartha Kitt og Drekinn renna mönnum seint úr minni og er hver sería full af óborganlegum húmor. Geta má þess að yfir 2000 manns skrifuðu á sínum tíma undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þættirnir yrðu gefnir út á dvd formi. Nú er því hér með orðið við óskum þeirra.