Örugglega mjög mismunandi eftir foreldrum. Ég sagði mömmu minni það, 15 ára…ja, eða kom til hennar og ýjaði að því að hún byðist til að fara í ríkið fyrir mig xD og hún tók því bara alls ekkert svo illa, spurði bara hvort ég væri viss um að ég vildi byrja að drekka.
Reyndar hef lennt í vandræðum svosem. Mamma mín varð sár dauðans þegar hún komst einu sinni að því að ég hefði verið að ljúga (var í partýi en sagði að ég væri annars staðar) og kom allt, allt of seint heim.
Svo kom ég einu sinni blindfull heim (man ekkert eftir því samt) en ég veit að mamma setti mig í sturtu og talaði eitthvað helling við mig. Talaði við hana daginn eftir og bjóst við að hún væri brjáluð, en hún var bara allt í lagi, sagði að henni hefði brugðið og sagði að það þyrfti að kenna mér að fara með áfengi :P.
Þannig, já…mamma mín er yndislegust og æðislegust :), og það lagast alltaf allt hjá okkur :P.
Veit að fósturpabba mínum væri sama…veit hins vegar ekki með alvöru pabba minn, hann yrði örugglega gífurlega vonsvikinn :/ (hann er andstæðan við þessa reiðu/uppstökku týpu).
Haha :D, skrifaði aðeins meira en ég ætlaði :/. En málið er að þú verður eiginlega að meta það sjálf útfrá þínum foreldrum. Hins vegar ætti ekkert að vera allt of slæmt að segja frá :/, það lagast allt að lokum :), þarft bara kannski að fara í gegnum smá erfitt tímabil fyrst.