http://maggi.trymbill.is/?s=2&ss=237
Þetta myndband mun vonandi hvertja alla til að setjast alls ekki undir stýri undir áhrifum áfengis.
Tekið af síðunni:
Fyrir nokkru síðan kom kona í spjallþátt Opruh. Þessi kona hét og heitir Jacqueline Saburido og hafði hún lent í umferðarslysi þar sem maður keyrði á hana og tvær vinkonur hennar. Það kviknaði í bílnum og Jacqueline sat föst í bílnum á meðan líkami hennar brann nánast upp til agna. Vinkonur hennar báðar létu lífið en maðurinn sem keyrði á þær lifði af, hann var undir áhrifum áfengis en hafði aldrei áður lent í vandræðum með áfengi eða komist í kast við lögreglu. Hann var ósköp venjulegur stúdent sem tók ranga ákvörðun þegar hann settist undir stýri. Eftir 40 aðgerðir var Jacqueline útskrifuð af sjúkrahúsinu. Það kæmi mér ekki á óvart ef þið höfðuð heyrt af þessari konu áður, hún er án vafa ein mesta hetja sem lifað hefur á þessari jörðu fyrir lífsviðhorf sitt þrátt fyrir yfirþyrmandi og ólýsanlega erfiðar aðstæður