Ég var einmitt líka að lenda í þessu. Fyrst þegar ég sá að einhver hafði verið að senda bulletin póst með minn aðgang þá auðvitað breytti ég um passorð. Núna í dag hefur einhver eða sá sami notað minn aðgang aftur og póstað þetta rugl hjá öllum vinum mínum og ég er með nokkra celebs þarna sem ég tala bara aldrei við og auðvitað brá mér þegar þetta gerðist en eins og sagði þá var ég nýbúinn að skipta um passorð.
En ég tel ástæðuna vera þessa að ég fór á síðu þar sem ég ætlaði að setja upp nýtt layout dót en vefsíðan vildi að ég opni prófílinn hjá mér svo það geti sett upp kóðan sjálfkrafa inná “About me”. Málið er að ég hef myspaceið hjá mér alltaf læst þannig að aðeins innskráðir vinir mínir geta séð allt draslið mitt þarna. En ég var svo mikill asni að halda að þetta væri í lagi. Auðvitað gat ég læst síðunni aftur eftir að ég hafði látið síðuna setja upp nýja layoutið. En þarna held ég einmitt að ég hafi sett upp njósnaforrit upp. Núna er ég búinn að fjarlægja þetta layout og setja aftur nýtt passorð.
Þess vegna vildi ég vara alla við þessu að samþykkja aldrei svona layout hjá síðu sem býður upp á að setja það upp fyrir þig. Það er langbest að setja bara þemur eðe layout frá síðu þar sem þú þarft bara að afrita og líma það sjálfur.
Og já alltaf passa uppá það líka krakkar að samþykkja ekki layout kóða sem innifelur í sér njósnaforrit. Það er því mjög varasamt að samþykkja kóða sem á að fara í prófilinn ykkar frá síðu sem þið hafið ekkert vit á.
Ég sjálfur hef lært mína lexíu eftir að hafa lent í þessum hremmingum.
Og munið svo að ýta aldrei á þessa auglýsingu frá Macy's giftcard. Þetta er vírus og um leið og þú ýtir á myndina þá ertu þegar búinn að installa vírusinn hjá þér.
Ég veit ekki hvort það sé líka gott ráð að losa sig við vini sem eru sýktir af þessu vírus. En ég þurfti einmitt að lenda í þessu núna og ef 51 manns ætlar að losa sig við mig útaf þessu af því að mitt account er sýkt af þessu spyware vírus þá bara get ég ekkert gert í því nema redda mér annað account sem er ekki sýkt með þessu rugli og byðja alla afsökunnar á þessu.
Reyndar hef ég verið að byðjast afsökunnar í dag að þessu leiðindum sem ég lenti í. En mér dettur það aldrei í hug að spamma hjá vinum mínum hvað þá leiða þá í gildru með svona auglýsingarþvælu sem mér kemur ekkert við og kom hvergi nálægt.