Hins vegar stendur það ekki í neinum mannréttindasáttmálum að fólk eigi rétt á að reykja hvar sem það vill.
Ég býst við því að þú getir bent mér á sáttmála sem tekur það fram að það sé skylda veitingamanna í einkarekstri að sjá þér fyrir reyklausum stað til að drekka og borða?
Þegar það kemur að reykingabanninu get ég fullkomlega skilið stuðningsmenn þess þegar kemur að vinnuvernd. Þetta er mál sem ég er ekki alveg búinn að mynda mér fullkomna skoðun á, en ég meina, hvað veit ég? Kannski er það réttur hvers manns að vinna í reyklausu umhverfi.
Það sem ég get hinsvegar ekki skilið er þetta endalausa væl í fólki eins og þér; viðskiptavininum. Ef þú labbar inná bar þá hefur þú engan rétt til þess að fá að velja tónlist í allt kvöld, þú hefur engan rétt til þess að ákveða hvaða fólki er hleypt inn eða ekki og þú hefur engan rétt á því að krefjast þess að fólk reyki ekki "ofan í kokið á [þér]“. Þú ert viðskiptavinurinn. Þú hefur rétt til þess að sleppa að mæta á staði þar sem þú veist að verður reykt ”ofan í kokið á [þér]“, og þú hefur rétt á því að hætta að stunda viðskipti við staði þar sem reykt er ”ofan í kokið á [þér]".
Djöfulsins endalausa helvítis væl. Þetta gerir ekkert nema að grafa undan góð og gild rök fyrir reykingabanninu.
Ef þér er illa við reykingar og þú stundar það að sækja af fúsum og frjálsum vilja staði þar sem þú veist að verður reykt, þá ert þú ekki fórnarlambið, blæðandi kuntan þín; þú ert bara hálfviti sem labbaði inná stað til þess eins að kvarta yfir sígarettureyk sem hann vissi fyrir fram að væri á staðnum.
Þú ert gaurinn sem mætir í eurovision-partý bara til að kvarta yfir músíkinni.