Það er ekkert gaman lengur. Ég var með góðan kvóta milli tíma sem ég eyði heima og tíma sem ég eyði með vinum þannig að alltaf virtist allt vel gaman, en núna eru bara pjúra leiðindi.
Mér finnst leiðinlegt heima, hvað sem ég er að gera. Horfa á þætti sem mér finnst góðir, lesa eitthvað, spila tölvuleiki, whatever.
Mér finnst oft leiðinlegt úti, svosum ekki alltaf, ég játa það, en mér finnst jafnleiðinlegt núorðið að gera með vinum hluti sem mér fannst vel skemmtilegir fyrir ekki svo löngum tíma síðan. Alveg sömu hlutir (nánast), alveg sömu vinir (nánast), bara leiðinlegra. Ekki þó vinunum að kenna.
So….yeah. Bara útrás, fyrr frýs í helvíti en að ég fái gott ráð á /tilveran.