Ég átti vini fyrir nokkrum árum en þeir búa núna hinumeigin á landinu og þeir virðast ekki vilja hafa samband við mig. Ég er ekki í skóla og ég vinn með tveim gaurum sem mér líkar ekkert við.
Ég spila á gítar og fór á gítar námskeið og vonaði að ég mindi kinnast einhverjum tónlistamönnum. En neee… ég var færður í einkakennslu, því ég var of “góður” :S.
Svona er staðan: er búinn að sitja heima í næstum 1 og hálft ár aleinn að spila á gítarinn hef ekki haft nein mannleg samskifti nema við fjölskyldu meðlimi og hef enga hugmynd um hvernig svona “stranger” ens og ég á að finna vini í þessum stórbæ. Ég nenn ekki að vera einmanna lengur… Viljið þið gefa mér ráð?
Hvernig/hvar/hvenar finnið þið vini þar sem þið þekkið engan?
'How wonderfully mad of you.'