Fyrir því skal ég nefna nokkrar ástæður.
1. Þau vilja ekki leyfa mér að leika í leikritum. Ég má ekki einu sinni fara í prufur. Og ég hata það. Mér finnst nefnilega svo óendanlega gaman að leika á sviði. Ástæðan fyrir mótlætinu á þetta er : “Þú átt eftir að kolfalla í flestum greinum ef þú ert alltaf með hugann við leikrit.” Yay mother. Thanks for the confidence boost. Ég ætti að geta lært eitthvað og fengið ágætis einkunnir, það er ástæða fyrir að ég fékk að sleppa tíunda bekk. Þetta er bara léleg afsökun til að geta haft mig heima að passa bræður mína.
2. Ef að ég get ekki verið heima, flest alla daga og nánast öll kvöld til að passa bræður mína þá er því haldið fram að ég ætli út að drekka eða eitthvað þaðan af verra. Jafnvel þó að ég þurfi bara að skreppa á bókasafnið í hálftíma eða jafnvel að sú fáranlega hugmynd detti inn í kollinn á mér að vilja eiga mér félagslíf.
3. Ef mig langar í núðlur þegar það er til slátur frá kvöldinu áður, þá er ég bara matvandur aumingi og fæ ekkert að borða fyrst að ég get ekki étið helvítis slátrið.
4. Ef að ég kem ekki beinustu leið heim úr skólanum þá fæ ég tuttugu mínútna ræðu um stundvísi og samviskusemi og hversu fullkomlega stundvís hún móðir mín var á sínum unglingsárum.
5. Ef ég ætla að fara til vina minna, þá er hringja þau í mig eftir 20 mínútur og biðja um að fá að tala við mömmu eða pabba vinar míns. Við þessar aðstæður slekk ég á símanum.
Já. Ég er pirruð.
But that's no wonder 8-).
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.