Eitt vandamál sem ég þjáist ekki að en á a.m.k tvo vini sem þjást af því og frekar en að vorkenna þeim þá finnst mér það svoo asnalegt.
Þegar strákar/menn eru óöryggir kringum aðlagandi stelpur/konur, verða stressaðir þegar þeir ræða við þær og reyna oft helst að komast hjá því. Ég næ þessu ekki, þetta kemur bara niður á þeim sjálfum vegna þess að þeir eru að tapa kannski mögulegum séns með óöryggi.
Þetta tengist kannski soldið hræðslunni við að vera hafnað, sem mér finnst líka asnaleg. Mér finnst ekkert niðurlægandi að viðurkenna að mér hafi verið hafnað, lennt í því tvisvar bísna alvarlega á þessu ári sem særði mann soldið en maðúr kemst yfir það og þarf ekki að hugsa “hvað ef”.
Fallegt kvenfólk er eitt af aðaláhugamálum mínum, já og þá bara næstum kvenfólk yfir höfuð fyrst ég bý á Íslandi, og það væri alvarlegur skurður úr minni lífsköku ef ég gæti ekki átt venjuleg samskipti við ykkur.