1. Office pakkinn rústaði tölvunni minni, þau voru ekki bara lengi að opnast heldur fraus tölvan í hvert skipti sem ég reyndi að nota þetta rusl.
2. Maður fær ekki að stjórna neinu sjálfur. T.d. gerir Word tölur og punkta á undan setningum án þess að maður biðji um það og þegar maður ætlar að stroka það út fer allt í klessu. Ef maður ætlar að nota þetta er t.d. mjög erfitt að gera eina setningu aðeins aftar og svo næstu framar (sem ég get hinsvegar gert auðveldlega í OpenOffice).
3. Power-Point er helvíti! Ég vann nokkra daga við að gera kennsluefni í þessu og það er fáránlegt. Ég copy-aði texta yfir á glæru og ætlaði að setja í ákveðna stærð. Ég valdi 14 og þá kom 16, ég valdi aftur 14 og þá kom 20, næst kom stærra og stærra þangað til að poppaði niður í 8. Í 10. skipti sem ég valdi 14 kom það loksins. Þetta gerðist í hvert skipti sem ég reyndi að skipta um leturstærð.
Ég er líka búin að taka STÆ 313 sem snýst um að reikna ýmislegt í Excel og þótt ég viðurkenni að þetta sé gagnlegasta Office forritið verð ég að segja að það er ekki það besta. Það er svo miklu þægilegra að nota calculator í OpenOffice, sem er þó með alla aðra sömu fítusa og Excel.