Ferlega getur fólk verið dónalegt, þó sér í lagi íslendingar virðist vera.
Ekki aðeins er þjónustufólk dónalegt og óáhugasamt um vinnuna sína svo að tilfinningin sem maður fær er að maður er að trufla þau og ætti helst að hverfa af yfirborði jarðar, heldur virðist þessi dónalegheit vera að smitast í aðrar atvinnugreinar.
Við reyndum að panta flug til Bandaríkjanna og það var eins og konan sem var að bóka þetta allt fyrir okkur væris svo óhæf að við þyrfum að mata þetta í hana, og jafnvel að hringja aftur þar sem hún náði að klúðra þessu einhvernveginn.. Ég skil að stundum er ný manneskja, eða einhver að leysa af en þá er hægt að sækja hæfari manneskju til að stoða sig en ekki senda mann áfram 10 sinnum á næstu manneskju svo að í hvert sinn lendur maður aftast í þessari “símabiðröð” eins og þau hafa símkerfið…
Svo loks flaug til Bandaríkjanna um daginn og ég sem hef alltaf fengið topp þjónustu frá Flugleiðum lenti í þessum dónalegu flugfreyjum að mig langaði allra helst að kvarta! Ef maður spurði þær að einhverju hvæstu þær að manni eins og maður væri fávís heimskingi að vita þetta ekki og að dirfast trufla þær. Þær næstum hentu matnum í mann, og fýlusvipurinn gegnum allt flugið var blöskrandi! Fyrst hefði ég haldið að þær væru allar á túr eða eitthvað :S

Og þegar að ég var að koma frá bandaríkjunum, þar sem ég var að heimsækja vinafólk mitt og versla örlítið. Þar var starfsfólkið svo indælt, kurteist og æðislegt að við nutum þess í hvívetna og tipsuðum í samræmi og vitum að við ætlum pottþétt aftur á sama stað að ári.
Svo eftir að hafa vakað í einn og hálfan sólarhring á leiðinni heim, pirruð og þreytt eftir flugið þar sem að sjálfsögðu vondur matur sem fór verr í mann heldur en ameríska ruslið, voru þó MUN skárri flugfreyjur.
Við lendum í Keflavík, förum í fríhöfnina örstutt, náum í farangurinn og höldum af stað gegnum tollinn þar sem þreytan var farin að síga í all hrikalega.

En er við nálgumst tollinn gengur þessi maður að okkur, í búningnum og allt, horfir illilega og byrjar að næstum ásaka okkur um að vera glæpamenn um smygl og þvílíkt að mér blöskraði framferðin frá þessum starfsmönnum! Kurteisi kostar ekkert og yfirleitt alltaf gengur allt betur ef henni er beitt en þarna var farið með mann eins og versta glæpamann þrátt fyrir að ég var ekkert að gera ólöglegt! Eftir að hafa verið í bandaríkjunum þar sem fólk er svo kurteist að það er næstum óþægilegt og svo koma heim, þreytt og pirruð, í svona kjaft! Á því augnabliki hefði ég kosið frekar yfirborðskennda kurteisi en þetta kjaftæði!
Ekki batnaði

En að vísu er þetta fólk ekki alslæmt þar sem maðurinn sem tók á móti töskunum eftir röntgenrúllutækið var frekar kurteisari og hress svo ég veit að ekki eru allir starfsmennirnir þarna með ólgandi reiði og ásakandi alla hægri vinstri…

Svo virðist sem Tollurinn er á þessari krossferð gegn smyglurum og “glæpamönnum” að ég las samdægurs frétt um áhugaljósmyndara sem lenti í þeim aðstæðum í tollinum á leiðinni heim eftir flug að þeir tóku af honum 2 ára myndavél þar sem hann hafði enga kvittun fyrir henni…..2 ára myndavél!!! ég held hreinlega að þeir hafi misst allt vit þessi grey.

Er ísland að fara til fjandans spyr ég? Eða er ég svo kröfuhörð að vilja örlitla kurteisi og mannlegheit frá starfsfólki eins og ég gef tilbaka í minni eigin vinnu?

=_=

…enough ranting for now
cilitra.com