Jæja hver man ekki eftir því að þegar maður var lítill, þá lék maður sér.
Barbie var í svolitlu uppáhaldi hjá mér. En aðallega þegar ég var yngst, minnir mig.
Svo átti amma leggi(kindabeinin) sem ég lék mér ooft með. Fór upp til hennar og bjó til risafjós með básum, stíum og króm fyrir hestana, kindurnar, hænurnar og beljurnar. Ég veit ekki hvort að amma á leggina ennþá..ætti að tékka á því.
Stóri bróðir minn átti myndarlegt Lego safn sem var í tvem stórum taupokum..Við dreifðum alltaf úr pokunum á ganginum svo enginn komst framhjá, og byggðum hitt og þetta úr legoinu. Bróðir minn gerði stundum svona einhverjar dælur og gosbrunna sem hann dreif áfram með vatni.. veit ekki hvernig samt.
Póníhestarnir mínir..Elskaði þá útaf lífinu. Virkilega það besta í heimi. Ekkert jafn ævintýralegt og póníhestar!
Og hver man ekki eftir Duplo-inu! Mamma átti lítinn kofa þarsem hún vann við handverkið sitt og þar var lítið svefnloft með Duplo-dótinu okkar. Áttum þyrlu og snjóhús m.a. Vorum með lítil dúkkuhús sem við notuðum með. Svo áskotnaðist okkur meira Duplo frá vinafólki sem innihélt allskonar framandi hluti eins og hunda, ketti, hjól og allskonar læti.
Svo átti ég nokkrar dúkkur. Átti eina risastóra ljóshærða og bláeygða..omg ég man það núna…mig minnir að mamma hafi gefið litlu stelpunni í albönsku stuðningsfjölskyldunni okkar:(
Ég var líka mikil bangsamanneskja..sjitt. Þegar ég og litli bróðir minn vorum ekki að lemja hvort annað, þá gátum við leikið okkur með bangsana. Old times..
Svo maður tali líka um leiki.. Það heitasta í skólanum var fyrst ljónaleikurinn. Þá voru allir ljón og svona. Og hestaleikur. Og omg þegar pokémon æðið var allsráðandi, þá voru allir í pokémon leik. Vá hvað það var mikið æði..*sigh*
Og ég og nokkrir krakkar voru svona hópur alltaf í ævintýraleik..drekar og svona.
Þegar ég hugsa um það núna, hversu mikið ímyndunarafl hafði maður? Ef ég myndi reyna mitt besta til að lifa mig inní það að vera ljón. Mér myndi bara líða kjánalega. Ég lifði mig gjörsamlega inní alla leiki sem maður fór í. Heh, svona er að verða fullorðinn..
Leika krakkar sér í dag? Er það ekki bara tölvan eða?
Hvernig lékuð þið ykkur i den tiden?
~ Orkamjás