Ég hef alltof oft rekist á það, bæði í vinnu minni við afgreiðslustörf á fjölförnum stað og við lestur á umræðuvefjum, að Íslendingar kvarti yfir að enginn kunni íslensku í afgreiðslustöfum.
Háværar raddir heyrast um græðgi yfirmanna sem ráða fólk sem aðeins tjáir sig á Esperanto í afgreiðslustöf og borgi viðkomandi þrefalt minni laun en Íslendingum.
Ég get þá sagt ykkur að LANGFLESTIR útlendingar í þjónustustörfum á Íslandi fá sambærileg laun og Íslendingar. Íslendingar eru bara aaaaaalltof fínir til að vinna í þessum störfum, svo þessvegna þarf að ráða útlendinga í starfið. Og treystið mér, ég skil ekki hvernig útlendingarnir þola ykkur kvartsjúku helvíti.
Jæja, nú veit ég ekki betur en að í þessu “bakarísmáli” sem ég hef heyrt um hafi viðkomandi beðið um kjallarabollu. Þarsem ég sjálfur hef ekki huuugmynd um hvað slíkt er, skil ég vel að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft hugmynd um það. Þá segir kannski einhver að viðkomandi eigi að vita slíkt vegna starfs síns. En yfirfærum þetta yfir á Íslending, mig til dæmis. Ef ég færi að vinna í bakaríi, og einhver kúnni kæmi að biðja um kjallarabollu…ætti ég eitthvað frekar að vita þetta því ég vinn þarna? Ef ég á að vita þetta einfaldlega því ég vinn þarna, þá á vinnuveitandi minn að fræða mig um allt sem til sölu er í bakaríinu. Ef eitthvað er til sölu og ég veit ekki hvað það er, þá er það frekar lélegri þjálfun vinnuveitanda míns að kenna en fáfræði minni. Yfirfærum þetta svo yfir á útlending. Á ekki að láta viðkomandi vita hvað er til sölu í bakaríinu? Í þessu dæmi er aðeins um að kenna lélegri þjálfun, og kemur þjóðerni og tungumálum ekkert við.
Ef Íslendingar vilja endilega að allir sem þjónusti þá tali lýtalausa íslensku, geta þeir bara drullast til að vinna þetta sjálfir í stað þess að kvarta yfir öllum sköpuðum hlutum einsog vælandi barn á túr, ef það væri til. Ég er búinn að fá mig fullsaddan á fordómafullum, snobbuðum ógeðum sem heimta að vera treated einsog kóngar, á meðan þeir koma fram við mann sjálfan einsog skómottuna heima hjá sér.
Íslendingar, druuuuullisti til að hætta að kvarta nema ástæða sé til. Og endilega reynið að skjóta niður það sem ég segi og finna einhver frábær mótrök sem þjóðernissinnaður heilinn rétt kom upp með eftir blóð, svita og tár, bara til að ég geti rekið ykkur í kútinn og sagt ykkur að steinhalda kjafti og sýna það umburðarlyndi að bíða eftir að viðkomandi starfsmaður geti beðið um aðstoð til að gera sig skiljanlegan við þig. Það tekur ekki það langan tíma.