Einhverjir sem eru sammála mér með það að litlir krakkar á Íslandi, séu alltaf með meiri og meiri kjaft við þá eldri?
Ég er alltaf að lenda í því þegar ég er á gangi úti, kannski heim úr skólanum að einhverjir litlir krakkar öskri á mig, eitthvað í þessa áttina: “Drullaðu þér heim stóri helvítis nördinn þinn!” Er nefnilega með gleraugu.
En maður hefur allavega lent í svona “atvikum” alveg hátt uppí 6-7 sinnum! Hef líka lent í því að vera kallaður hommatittur, þetta voru svona 8 ára krakkar, 10 ára tops.
Aldrei hefði ég vogað mér að tala við einhvern eldri svona þegar ég var lítill!
Ég hef barasta áhyggjur að því hvað unga kynslóðin er að verða…
Einhverjir aðrir með svona sögur af litlum dónum?
Þá bar maður virðingu fyrir þeim eldri, og maður gerir það náttúrulega enn, enn
Bætt við 26. september 2007 - 23:08
Afsakið smá villu á greinarskilunum:)