Ég var nýlega að fara til geðlæknis sem heldur að ég sé með þetta. Vandmálið er að greining hjá ADHD-samtökunum kostar 60.000,-kr. Svo ég fór hina leiðina og á beiðni á geðdeild um greiningu, það er mun ódýrara en biðlistinn er langur og það tekur líklega ár. Hérna eru einhverjar upplýsingar.
http://adhd.is/Default.asp?Sid_Id=23020&tId=99&Tre_Rod=&qsr
Ég fór og talaði við þá niðrí adhd og þeir gáfu mér bæklinga og ímsar upplýsingar og ég var enn sannfærðari um að ég sé með þetta.
Þetta lýsir sér eins og kæruleysi eða áhugaleysi, eins og í grunnskóla var oft kvartað yfir að ég væri löt og ætti við hegðunarvandamál að stríða. Ég á það til að tína mikilvægum hlutum eins og veski, lyklum og myndavél. Og að gleyma hlutum heima fyrir skólann og annað. Svo er annað inn í þessu það er til vanvirkni, sem er eins og andstæðan við ofvirkni.
Ég las líka um meðferðar úrræði sem heitir ADHD Coaching, það fer fram þannig að þú færð ráðgjafa, jafnvel í gegnum síma til að hjálpa þér að díla við hluti eins og vinnuna, með athyglisbrestinum þínum, finna leiðir hvernig hentar þér að gera hluti sem þú átt erfitt með. Ég er allavega mjög spennt fyrir svoleiðis.
Vona að þetta svari einhverju…