Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þetta kostar allt?
Allur tæknibúnaður í hverri stofu, rosalegar tölvustofur, sjónvörp útum allt, kennaralauninn, húsnæðið og allt þar fram eftir götum.
Eitt get ég sagt þér, þetta kostar meira en einhvern andskotans 60 þúsund kall á ÁRI!
Gefum okkur að það sé 1 kennari með hvern bekk og það séu 25 nemendur í hverjum bekk, þó ég hafi ekki hugmynd um hve margir kennara það taki að sjá fyrir einum bekk. Það gerir 1.5 milljón á ári. Það dugir ekki einu sinni fyrir árslaunum þessa eina kennara!
Þá erum við samt ekki ennþá farinn að dekka allt starfsliðið, svosem ræstingar, skrifstofufólk ofl.
Og við erum heldur ekki farinn að dekka tækjakostnað, sem ég get sagt þér að er svakalegur. Né erum við farinn að dekka kostnaðinn við þessa byggingu, sem er rosalegur miðað við stóra og flotta byggingu á mjööög dýru fasteignasvæði.
60 þúsund kall er svoleiðis langt frá því að ná yfir allann kostnaðinn fyrir allt námsárið.
Þessi peningur er einungis sem hálfgerður samningur, svona svo að fólk fari ekki að skrá sig hægri vinstri og er síðan ekki að mæta. Lítið staðfestingargjald til að sýna fram á vilja nemandans til að læra.
60 þúsund er ekki blautur skítur miðað við það sem kostar að reka svona stofnun.
Afhverju heldur þú að skólar séu svona friggin dýrir útí Bandaríkjunum? Það er afþví að þeir eru EKKERT ríkisstyrktir, nema þá að þú fáir námsstyrk en til þess þarftu alveg rosalegar einkanir.