Málið er frekar einfalt í grunninum.

Málið með “hnakka” eins og þú kallar þig, er eftirfarandi:


- Hnakkar notast oft við meiri slettur, talmál og málfræðivillur í skrifum sínum en aðrir, sem gerir að þeir virka kjánalega, jafnvel gelgjulega, sem er fráhrindandi kostur.
sbr. “marr, þúst wtf?, why?, anyhoo” Bara hlutir teknir úr þínum texta.

-Hnakkar eru líklegri til að vera grunnir í hugsun og grunnir í gerðum, þar sem útlitsdýrkun þeirra ýtir þeim í þær áherslur og eru þar af leiðandi meðvitaðri um útlit annara.
Einnig mjög fráhrindandi kostur.

-Hnakkar eru líklegri til að lýta á sjálfan sig sem yfir aðra hafna, þar sem eigin útlitsdýrkun þeirra er líklegri til að fá þá til að meta sig upp á móti fólki sem, fallegri, sterkari og brúnni en annað fólk, og eru þeir líklegri til að telja þessa eiginleika höfuðkosti hverrar persónu.
Einnig mjög fráhrindandi eiginleiki.

-Hnakkar eru líklegri til að vera óöruggari með þá eiginleika sína sem hafa ekkert með útlit þeirra eða tískubrölt að gera. Og þar af leiðandi líklegri til að hafna öðrum áhugamálum, eða málefnum sem einhverju “lúðalegu”.
Er það tilviljun að maður heyrir aldrei augljósan hnakka hreykja sér af því að vera komin á level 70 í WOW?

-Það getur því verið erfitt að eiga mikil samskipti eða vera góður vinur hnakka án þess að vera hnakki sjálfur.

-Hnakkar eru líklegri til að var auðveldari fórnarlömd tískusveiflna. Þar sem aðeins það nýjasta og flottasta virðist duga, sem gerir persónu þeirra sveiflukenndari, eftir því sem er skellt fyrir framan þá í 17 og á popp tíví.

-Tískan sem hnakkar eru líklegri til að gleypa í sig og láta sig féflétta með (t.d. föt á X4 verði) getur látið þá virka kjánalega og óörugga með sjálfan sig. Sérstaklega þegar “prettier than thou” stælarnir koma fram og maður sér að sama manneskjan er að reyna að lappa upp á sjálfsmynd sína með 19 þúsund kr. skóm.


-Og seinast en ekki sýst, þá endar það oft þannig að stelpan sem maður er hrifin af, er oftast hrifin af einhverju hnakka-helvíti.


Nokkur augljós dæmi um afhverju “hnakkar” eiga ekki jafn miklum vinsældum að fagna og aðrir þjóðfélagshópar

Takk fyrir mig.

Bætt við 12. september 2007 - 16:21
*Sigh.

Þeir sem vilja skipta út væntanlega-sársaukafullri sjálfskoðun út fyrir skot á hvað ég hlýt að vera bitur, get ég kætt ykkur um það að mér gæti ekki verið meira sama um hvaða lífstíl fólk velur að lifa eftir.
Beðið var um svör afhverju fólki var að miklu leyti illa við hnakka og hér eru þau upplistuð eftir minni bestu ágiskun.


Aðal gagnrýnin á þessum upplistunum er sú að erfitt sé að eiga samneyti við hnakka án þess að vera hnakki sjálfur.

Rökfærslan er einföld.
Rökin eru órjúfanleg, byggð á þeim efa að röksemdarfærslan sem heild sé sönn.

Dæmi. ég tel mig ekki vera hnakka en besti vinur minn er hnakki.

1. Ég verð að skerða niður samræðuefni niður í nútímasamfélag
2. Skerða það frekar niður í almenna vitneskju
3. Skerða það enn frekar í félagslega viðurkennd málefni. (djammið, föt, drykkja, skyndibitar, bíó, stelpur og baktal)

Ég veit ekki með ykkur, en ég á erfitt með að halda athygli yfir þessum málefnum til lengri tíma litið.


Ath. Þetta er að sjálfsögðu byggt á grófustu stereótýpum og því að fyrrnefndar upplistanir eigi við um manneskjuna.