Vá ég veit ekki hvar ég á að byrja.

Ég er orðin ógeðslega þreytt á því að geta ekki labbað í kringlunni, eða bara í SKÓLANUM MÍNUM án þess að vera ‘áreitt’ af lúmskum bankamönnum sem hætta ekki fyrr en maður skrifar undir.


Ég var á gangi í kringlunni þegar afmælisvikan var, og mér var boðið að taka þátt í afmælisleik KB banka. Mér datt ekki í hug annað en að taka þátt, ég meina þetta er útdráttur á eitthverjum vinningum?.

Svo nokkrum dögum seinna hringir gaur í mig sem vill endilega að ég fái kort hjá þeim (þótt ég eigi kort núþegar frá landsbankanum og segði honum að ég þyrfti ekki annað). Hann fær mig samt á endanum til leyfa sér að senda kort í útibúið hérna heima. Svo reynir hann að pranga inná mig smá lífeyrissparnaði og malar endalaust um eitthvern yfirdrátt.

Þetta er ömurlegt!. Mega þeir gera þetta? (líka bara að vera í skólanum og bjóða krökkunum nammi sem skrifa undir?)