Ég var búin að senda inn þráð á skóla fyrir löngu en fékk lítil viðbrögð svo ég ætla að prófa aftur hérna.
Hefur einhver hérna farið í lýðháskóla einhversstaðar á Norðurlöndunum?
Ég er að fara í lýðháskóla í Svíþjóð næsta haust og var að pæla í styrkjum. Ég er búin að skoða síðu með upplýsingum um þetta og komst að því að það er bara einn skóli í Svíþjóð sem veitir styrki og ég hef ekki áhuga á því að fara í hann.
Ég get víst sótt um einhvern styrk hjá Norræna félaginu á Íslandi en mig langar að vita hvort það eru fleiri að veita styrki.
Ég talaði við námsráðgjafann minn og hún sagði að ég ætti að hafa uppi á þeim sem hefðu reynslu af þessu, svo mér datt í hug að spyrja hér :)