Það er málið að fjölskildan mín er í rústi og ég þoli þetta ekki!

sko …ég átti bara , ánægða fjölskildu (eða svo hélt ég) þangað til eftir ferðina okkar til orlando í fyrra, það var í enda júlí, þegar þau fara að hnakkrífast þegar þau halda að ég sé farin upp að sofa, nema ég…nógu heimsk sem ég er, sit í stiganum og hlusta (þau sjá mig ekki efst í stiganum). Ég heyri bara helminginn og voru þau byrjuð semsagt og vissi þá ekki fullkomnlega um hvað vað verið að tala nema ég vissi það vel að þetta var um uppeldið á mér og eldri bróðir mínum, og ég, lítil dramadrottning sem ég er…þoli ekki svona heldur stend hljóðlega upp, fer inní herbergi loka á eftir mér og það endar með því að ég fer að hágráta útaf þessu.

lítið vissi ég að svona myndi þetta vera næstumþví á hverju einasta kvöldi út árið og …ég sem greynist með vægt þunglyndi, get ekki þolað þetta og græt aldrei neitt minna eftir hvert einasta riflildi, því alltaf sit ég í stiganum og hlusta…þó að ég átti auðvitað ekki að vera að því.

Svo á nýársdag, þá er okkur tilkynnt að þau væri að skilja, eftir 18 ára hjónaband.
Ég …af einhverjum ástæðum, þrátt fyrir öll riflildin…bjóst alls ekki við þessu heldur læsi mig inná baðherbergi þar sem enginn nær til mín og er það í einhverja klukkutíma.

Þessi skilnaður var eins erfiður og hægt er að ýmuda sér, pabbi fékk húsið en mamma gat engann vegin fundið sér íbúð og býr því enþá hjá pabba í 2 mánuði og rífast því þau áfram…og auðvitað, sit ég enþá í stiganum og hlusta.

svo kemur að því að mamma flytur út en þá rífast þau bara í gegnum síman í staðinn, áfram hlusta ég en veit auðvitað ekkert nema helminginn af samræðunum.

svo þegar loksins þetta endar, þá lendir bróðir minn í slysi og missir skammtíma minnið, svosem ekkert alvarlegt við það en í heila viku þá missir hann það aftir og aftur , jafn óðum, svo lagaðist þetta…

svo inná milli, þá gerast þessir ömurlegu litlu smáhlutir. Svo endar það með því að kærasti systir minna, stjúppabbi 5 mánaðargamalls krakka hennar fer frá henni og skilur hana eftir með krakkann, og húsið á fæðingarorlofi
þetta á kannski ekki að vera að trufla mig en þetta gerir það sammt..


svo núna, þegar þetta er allt loksins búið
þá halda þessir smáhlutir áfram að gerast…svona sem ættu ekkert að trufla mann nema þeir trufla mig allveg svakalega og get ég farið að grenja útaf minnstu hlutum sem ég geri ekki áður fyrr áður en allt þetta stóð yfrir

en hvað veit ég, þetta getur verið rosalega lítið mál í ykkar augum…en ég hafði alltaf verið svo vernduð fyrir svona hlutum, þetta kom allt svo óvænt

ég viet það ekki…mér bara finnst ég ekki eiga þetta skilið.

ég afsaka btw stafsetningarvillu