Váááá. Ég er búinn að fá alveg uppí kok af þessu helvítis kjaftæði. Maður fer niðrá Vidjóleigu til að reyna að finna sér einhverja góða mynd til að horfa á.

En nei! Það er alltaf komið í veg fyrir það með því að setja Íslenskan texta OG EKKERT ANNAÐ á allar myndir!

Þoli þetta ekki. Það væri svosum í lagi ef að myndirnar væru á ensku…En ef þær eru á þýsku, eða frönsku eða spænsku er það bara algjörlega útí hött!

Ég hef ætlað mér að sjá svo mikið af myndum sem eru ekki á ensku, og flestare til á leigunni nálægt mér. En nei, þetta lið getur bara alls ekki sett enskan texta á líka!

Ég hef ætlað mér að sjá eftirfarandi myndir:

Goodbye Lenin!
Bad Education
Oldboy
The Motorcycle Diaries
Pan's Labyrinth
Elling
Og fleiri franksar eða þýskar myndir…

En núna get ég það alls ekki nema að fara í gegnum það vesen að panta í gegnum netið eða eitthvað þannig.

Afhverju er ekki ALLTAF enskur texti, alveg sama á hvaða tungumáli myndin er, þá á alltaf að vera enskur texti.

Þetta er virkilega óþolandi.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.