Ég er í svona gamaldags mötuneyti þar sem nemendur eiga bara kort með mynd á sem segir hvað þeir eru að kaupa mikið. Af því það er eitthvað um að krakkar stelist í mat hafa mötuneytiskonurnar tekið upp á því að tékka á hverjum einasta nemanda þegar þeir fara í mat. Við megum ekki taka kortin með okkur svo það þarf að leita að hverjum einasta.
Við höfum bara 30 mín. í matarhlé sem þýðir að maður hefur ekki mikinn tíma til að borða og standa í röð.
Þar að auki gera þær þetta alltaf þegar það er eitthvað gott í matinn, þannig að þær gera þetta þegar er mest að gera í mötuneytinu.
Núna er ég sársvöng því ég missti af mat útaf þessu og ótrúlega pirruð á að þær hafi tekið af mér kjöt og eftirrétt, sem er bara tvisvar í mánuði.