Jæja, þá styttist í tónleikana með Franz Ferdinand.
Eins og margir vita, þá er aldurstakmarkið 20 ára, sem ég er ekki sátt með.
En aldurstakmark, ég og vinkona mín ÆTLUM á þessa tónleika. Erum komnar með miða(sem btw er með nafninu mínu á, og ég gaf upp kennitölu þegar ég keypti þá) og við búum á Ak. Svo það væri fúlt að komast síðan ekkert inn eftir að hafa farið alla leið til Reykjavíkur..
Nema maður höfði til mannlegu hliðana í dyravörðunum, kreisti fram tár og komi með hvolpaaugun.
Eða er málið að hengja sig á einhvern sem er með aldur til í röðinni og biðja þá um að fylgja manni inn? Eða er kannski einhver hérna sem er eldri en 20 og ætlar? Let me know.
Hversu miklar líkur eru á því að maður geti smyglað sér inn?
*krossum fingurna*