Sko jæja.. Nú er ég að leita upplýsinga.
Sko ég er að fara að leigja herbergi í vetur. Með aðgang að eldhúsi og baðherbergi og svona. Ég er búin að skrifa undir leigusamning og láta þinglýsa hann til að geta sótt um húsaleigubætur. En þegar pabbi fer og ætlar að sækja um þær í sveitarfélaginu sem ég á lögheimili í, þá fær hann það svar að ég eigi ekki rétt á að fá húsaleigubætur. Ég þurfi að vera að leigja heila íbúð eða herbergi á vistinni til að fá þær. Og þetta er eitthvað sem mér finnst skrítið.. Leigan er 29 þúsund og ég þarf eiginlega á þessum bótum að halda.. Pabbi ætlar samt að tala við bæjarstjórann..
En hvað haldið þið? Hvað vitið þið um húsaleigubætur?
~ Orkamjás