Halló.

Okei þetta er kannski ekki “the ultimate svar” við spurningunni en mig langaði að segja mína skoðun við þessu.

Ef við horfum á þetta líkamlega séð þá erum við með nokkrar staðreyndir.

Karlmenn eru líkamlega betur búnir fyrir líkamlegt átak. Þ.e.a.s líkamlega sterkari.

Ef við lítum á bæði kynin fyrir kynþroska þá eru þau nánast alveg eins. (líkamlega)
Það sem breytist á kynþroskaskeiðinu er:

Karlar

Axlir breikka.
Bringa stækkar.
Mjaðmir = engin breyting.
Nef stækkar.
Kjálkar stækka.
Líkamsfita = minnkar.
Hlutfallslegur vöðvamassi nærri tvöfaldast.

Konur

Axlir, engin breyting.
Bringa, engin br.
Mjaðmir, víkka.
Nef, engin br.
Kjálkar, engin br.
Líkamsfita, eykst.
Hlutfallslegur vöðvamassi, engin br.

Við sjáum hér sem sagt hvernig karlar eru líkamlega betur á sig komnir.

Nú ef við sleppum öllu líkamlega kjaftæðinu.

Stelpur segja að þær séu betri því þeirra líf sé flóknara og þær þurfi að ganga í gegnum miklu meira. Eða að þær séu betri því að þær láti bara kallana gera allt fyrir sig. Ég held að hvorugt af þessu sé satt.

Margir strákar segja að þeir séu gáfaðri því þeir séu með stærri heila. Karlmenn eru reyndar með stærri heila en það er líka sannað að konur hafi fleiri taugatengingar í sínum. En kannanir sýna að kynin eru nokkuð jöfn á IQ prófum og slíku.

Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér þetta mjööög afstæð spurning og ég held að ómögulegt sé að fá rétt svar við henni :/

Bætt við 14. ágúst 2007 - 12:58
Mér sýnist margir vera að miskilja margt af breytinga-þáttunum. Þegar ég segi engin breyting þá er ég ekki að meina að hluturinn stækkar eða breytist bara alls ekkert. Þetta er allt frá hlutfallslegu sjónarmiði. Auðvitað stækkar nefið, kjálkarnir, bringan og allt það á konum, en það stækkar ekkert meira en neitt annað.

Og brjóst eru ekki bringa, brjóst eru utan á bringunni.