Jæja, eins og með margt annað þá var eftir miklar pælingar að setja þetta bara hérna ;).

Ekki vill svo vel til að þið vitið hversu mikinn toll maður þarf að greiða af fartölvum?

Málið er nefninlega það að ég er að fara að fá mér tölvu, og frændi minn sem er að koma heim frá Bandaríkjunum í næstu viku gæti kannski keypt hana fyrir mig úti. En þá var spurning hver tollurinn væri á þessu.
Búin að vera að leita útum allt að þessu á netinu en finn barasta ekki neitt :(.

Einhver alveg æðislegur hérna sem bara veit þetta? ;) Eða hefur jafnvel komið með tölvu að utan og skráð hana :).
=)