Ljósið þýðir í raun bara að það sé of lítil spenna á kerfinu og ein orsök þess er ef það er ekki nægilegt rafmagn á rafgeyminum. Oftast er það þó að alternatorinn sé ekki að hlaða nóg. En til að svara spurningum þráðahöfundar máttu keyra hann, fljótlega fer bíllinn ekki í gang en þú getur keyrt beint á verkstæði, eina sem þú skemmir er mögulega rafgeymir ef þú pínir hann lengi.
Bara er ekki alveg rétt en langoftast er alternatorinn að feila, það að það sé ekki næg spenna á kerfinu getur verið svo ótalmargt, getur verið að leiða út einhversstaðar til dæmis.
hef nú verið á bíl sem þetta kom fyrir og keyrðum á næsta verkstæði og þeir bönnuðu okkur ekkert að keyra heim aftur bara vöruðu okkur við að við gætum orðið fastar einhversstaðar ef bíllinn myndi drepa á sér.
Hleðsluljósið kveiknar þegar að alternator hleður ekki rafgeymin og straumurinn kemur frá rafgeymi. Þú skemmir ekkert á því að keyra en þegar að rafgeymirinn tæmist þá kemstu ekki lengra.
Bætt við 13. ágúst 2007 - 10:44 Þarf ekki að vera alternatorinn. Lang algegnast er að kolin i´honum eru búin, en það geta verið margar ástæður fyrir því að hann hleður ekki.
átt að stoppa strax því ef það kviknar þá er bíllinn ekki að kæla sig ef að viftureimin er farinn það er að segja sem er oftast ástæðan ef þetta ljós kvikna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..