Boðorðin 10
1. Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns viðhégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra föður þinn og móður þína.
5.Þú skalt ekki morð fremja.
6. Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Jæja hérna eru Boðorðin 10. Ég fór að hugsa áðan eftir að hafa horft á uppistand um trúarbrögð og fór þá að velta því fyrir mér hvort ég trúði og jaríjaríjar. Svo ákvað ég að fletta upp Boðorðunum 10 til þess að athuga hversu mörg ég hefði brotið og viti menn ég skoraði 9 af 10. Hef ekki(ennþá)drepið neinn. Ég er ansi hrædd um það að ég sé á beinustu leið til helvítis.
Hvað með ykkur?