Smá nöldur frá mér … Bara af því ég er ein heima og langar að væla í einhverjum en hef engann til að væla í …

1. Ég var að koma frá lækni, í annað sinn í sumar, útaf því ég er með stóra bólu í eyranu (ég veit, hljómar vel). Ég er semsagt með sýkingu sem vill ekki fara. Ég var á sýklalyfjum í viku en það dugði ekki svo ég er á helmingi sterkari lyfjum plús eitthvað krem. Ef þetta fer ekki þarf ég að fara í aðgerð og láta skera þetta í burtu eða þá bara að lifa við þetta.

2. Ég er búin að vinna stanslaust síðan seinni partinn í júlí, samtals 17 daga í röð án þess að fá frí. Ég skipti um vinnu af því það vantaði fólk þar sem ég var í fyrra (og er núna) og ekki nóg með það að það hafi vantað fólk áður en ég mætti heldur varð einn vinnufélagi minn veikur svo við þurftum að taka yfirleitt 1 og 1/2 vakt á dag (upp í 12 tíma á dag). Svo kom verslunarmannahelgin og unglingalandsmótið hérna og það varð auðvitað brjálað. Þá voru sumir að vinna upp í 16 tíma á dag þótt ég hafi oftast sloppið með kringum 10.

3. Ég var að byrja að fá hálsbólgu og er orðin hálf-slöpp, en þarf samt að vinna. Ég get ekki mögulega fundið neinn til að taka vaktina fyrir mig því það eru allir starfsmenn á vakt í dag, nema einn sem er líka veikur. Ég finn til í hálsinum, þarf að hósta og er með hausverk.

4. Ég finn til í vörinni. Lenti í smá “slagsmálum” áðan þegar ég var að leika við hundinn minn. Hann er algjör óviti og klaufi og sló mig í andlitið :/ En það var samt eiginlega bara fyndið áðan :P

5. Mig langar í skólann!

Bætt við 8. ágúst 2007 - 10:54
Það vantaði í nr. 1:

Ég finn til í eyranu því læknirinn stakk nál í það! :O (Svona nál eins og í sprautu) Og ég sem er hrædd við sprautur :/