Ég hata daginn í dag.
Þegar ég vaknaði í morgun þá var sjálfstraustið mitt farið. Kannski ekki farið, en horfið, týnt. Eða eitthvað. Hélt allt í einu að allir hötuðu mig. Fylltist ógeði á sjálfri mér.
Svo er ég búin að vera með mikla túrverki í allan dag. Nú veit ég hvernig það er að fá hnefa upp í klofið á sér. Svo eru auðvitað ekki til verkjatöflur einmitt í dag. Þær hefðu ábyggilega ekki virkað hvort eð er.
Afhverju þarf að fá lyfseðil fyrir parkódíni? Ekki svara þessu.
Svo er ég líka búin að vera einstaklega viðkvæm. Ég tek allt nærri mér. ALLT. Finnst allir vera á móti mér.
Ég fór næstum því að væla, bara vegna þess að það voru kjúklingabringur á subway bátnum mínum en ekki kalkúnaálegg.
Helvítis hormón.
Afhverju þarf ég að vera kvenkyns? Afhverju ég?
ÉG VIL FOKKING Y LITNING!
Ég biðst innilegrar afsökunar á öllu drama.