ég var lagður í einelti í 5 ár, ég talaði við mömmu fyrst, hún trúði mér ekki! ég talaði við kennarana, sem voru nokkurn veginn að leggja mig í einelti líka, þeir gerðu ekki neitt, ég talaði við skólastjórann, hann reyndi eitthvað að gera gott úr þessu, en eineltið hætti aldrei… það endaði með því að ég fór að vera reiður og fór að ráðast á kennarana og aðra krakka, það endaði með að ég var rekinn úr skólanum og fór í annan skóla, það var ekkert til neitt 1717 eða regnbogabörn, allavega vissi ég ekkert um það, enda ungur og vitlaus
ég mæli með að þú hringir í annaðhvort 1717 og þeir segja örugglega hvert þú átt að hringja, eða hringja í regnbogabörn (veit reyndar ekkert hvað regnbogabörn gera í málinu)… 1717, hjálparsími rauða krossins, prófaðu bara, það virkar ekki að tala við foreldra krakkana, því þeir tala við krakkana, og þá halda krakkarnir að þú sért enn meiri aumingi og þá tvöfaldast eineltið bara
annars hvernig einelti ertu lögð í? likamlegt eða andlegt? hvað er gert við þig? það getur skipt máli