Hver kannast ekki við það að hafa reynt að finna fjögurra laufa smára sem krakki? Jafnvel í seinni tíð líka.

Ég var ein af þeim krökkum sem eiddi löngum stundum í þessa leit og sannfærðist um að þetta væri bara lygasaga, hætti að nenna að leita lengur en einn daginn fyrir um 3 árum leit ég niður á göngutúr og sá einn slíkann, tók hann upp og geymdi en einhverstaðar hvarf hann svo.

En síðastu 2 ár hef ég svo ítrekað án þess að hafa verið virkilega að leita, bara rétt kíkja yfir smárabreiðuna þegar mér leiðist, en ég hef funndið um 20 fjögurra laufa smára og allavega 2 fimmlaufa :O

En ég ætlaði bara að forvitnast hvort það séu margir sem hafa funndið fjögurra laufa smára?

En þetta er bara gott dæmi um það hvernig maður finnur hlutina þegar maður er löngu hættur að leita þeirra, fann síðast fjögurra laufa smára rétt áðan ^^
-